Um okkur

Þessi síða var sett á laggirnar í janúar 2008 til að halda utan um föndurklúbb fimm, kátra kvenna á Akureyri sem hefur hist reglulega frá haustinu 2004 og föndrað saman.

Um okkur

Í ágúst 2004 bauð Eygló Björnsdóttir hópi fólks í lundaveislu á sveitasetri sínu á Hauganesi í Eyjafirði. Tilefnið var að 10 ár voru þá liðin síðan starfsfólk Barnaskóla Akureyrar heimsótti hana til Vestmannaeyja. Í Sandvík húsi Eyglóar og Friðriks er mikið af föndri og handavinnu eftir Eygló. Fjórar af gestunum urðu yfir sig hrifnar og tóku loforð af Eygló um að kenna brúðugerð. Þá strax var ákveðið að við myndum hittast að nokkrum vikum liðnum. Þannig atvikaðist það að við fórum að hittast og föndra saman. Síðan höfum við Sandvíkurpæjurnar hist nokkurn veginn mánaðarlega yfir veturinn. Klúbburinn okkar er ekki hefðbundinn saumaklúbbur heldur föndur-vinnuklúbbur og þar sem við erum einstaklega vinnusamar á fundum þá förum við í vinnuklúbbinn en ekki saumaklúbb.

Í klúbbnum gilda nokkrar reglur: Veitingar eru á boðstólum, en bannað að hafa fyrir, og mest mega vera tvær sortir því oft er varla tími til að njóta þeirra vegna anna í klúbbnum. Oft eru ákveðin verkefni tekin fyrir og skapast þá mikil stemning þegar við erum allar að búa til samskonar jólasveina, kransa, brúður eða læra pappíssaum (Paper Piece).

Allar búum við á Akureyri en vinnum núna á mismunandi stöðum. Þær fimm sem eru í föndurklúbbnum eru:

Ásdís Þorvaldsdóttir asdis@akureyri.is

Eygló Björnsdóttir eyglob@unak.is

Rósbjörg Jónsdóttir birgirs@akmennt.is

Svanhildur Daníelsdóttir svanadan@internet.is

Þorgerður Sigurðardóttir togga@simnet.is

Þrjár okkar hafa tvívegis farið á saumahelgi að Löngumýri og erum við að vinna í því að fá hinar með okkur næst. Í nóvember 2007 höfðum við saumalaugardag heima hjá einni okkar og stendur til að hafa annan í lok febrúar.


Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: